Við bjóðum fyrirtækjum og fagaðilum upp á allsherjarlausn í skimunum og greiningarrannsóknum á vímuefnaneyslu
Frigg medica ehf. er umboðsaðili Prodia á Íslandi. Prodia er sænskt fyrirtæki sem hefur frá árinu 1996 sérhæft sig í greiningu ávana- og fíkniefna í líkamsvessum. Skimunarpróf og rannsóknir Prodia eru í dag notaðar af heilbrigðisstofnunum, barnavernd, félagsstofnunum, lögreglu og dómstólum, meðal annars víða á Norðurlöndunum.
Við bjóðum upp á alla keðjuna í greiningu og eftirfylgd á misnotkun vímuefna, bæði löglegra (t.d. áfengis og lyfja) og ólöglegra fíkniefna.
Ef þú vilt vita meira um þjónustu okkar eða fá kynningu skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.
Við bjóðum upp á tugi mismunandi skimunarprófa, allt frá einföldu „stixi“ fyrir kannabis upp í fjölpróf sem prófa fyrir allt að 21 efni. Skimunarprófin eru til fyrir þvag og munnvatn. Úrvalið er stórt, auk allra þessa venjulegu vímuefnaflokka bjóðum við upp á sértæk próf fyrir ákveðin efni, t.d. ýmsa ópíata og eins próf fyrir sjaldgæfari efnum á borð við ketamín, kratom og fleira.
Við bjóðum einnig upp á rannsóknir á þvagi, munnvatni og blóði (háræða- eða bláæðarblóði) á viðurkenndri rannsóknarstofu sem þjónustar m.a. lögreglu- og dómskerfi víða á Norðurlöndunum. Við bjóðum upp á mjög stórt úrval rannsókna, sem hingað til hefur verið óþekkt hér á landi. Þannig er hægt að greina um 200 mismunandi gerðir af Spice, 70 gerðir af amfetamíni, 70 gerðir af ópíötum og svo má lengi telja. Að sjálfsögðu er hægt að gera greinarmun á götuamfetamíni og ADHD lyfinu Elvanse. Boðið er upp á magnmælingar í bláæðarblóði og þegar kemur að kannabis er hægt að gera magnmælingar í þvagi líka, leiðréttar fyrir þéttni þvagsins.
Okkur eru lítil mörk sett í því hvaða vímuefni við getum greint í sýnum. Hafið samband með ykkar þarfir og við sjáum hvað við getum gert fyrir ykkur!
Hafið gjarnan samband ef þið hafið áhuga á að vita meira um okkur og hvað við getum boðið þínu fyrirtæki.
Síðumúli 23, 108 Reykjavík
sala@friggmedica.is
583 3560