Við seljum skimunarpróf (skyndipróf) og rannsóknir til fagaðila. Með fagaðilum er átt við aðila sem hafa á að skipa heilbrigðisstarfsfólki sem getur tekið sýnin og gert grunntúlkun á þeim. Í þeim tilfellum er það oftast starfsfólk fagaðilans sem tekur sýnin og kemur þeim þá til okkar í þeim tilfellum sem þau þurfa að fara á rannsóknarstofu. Við útvegum búnað til sýnatöku, ef óskað er.
Við bjóðum að sjálfsögðu líka upp á að taka sýnin fyrir viðskiptavini okkar, þvagsýni, munnvatnssýni, háræðablóðsýni eða bláæðarblóðsýni, hvort heldur sem er í skyndipróf eða rannsókn. Skjólstæðingar geta þá komið til okkar í sýnatöku, eða, eftir sérstöku samkomulagi, getum við komið til ykkar. Hjúkrunarfræðingar okkar eru alvanir sýnatökum og við höfum öll leyfi heilbrigðiseftirlitsins, Landlæknis o.s.frv.
Við bjóðum upp á mikið úrval skimunarprófa fyrir þvag og munnvatn og mjög stórt úrval rannsókna á rannsóknarstofu á afar hagstæðu verði.
Rannsóknarstofa okkar hefur allar vottanir og er notuð af heilbrigðisstofnunum, lögreglu og dómsstólum víða á Norðurlöndunum.
Hafið gjarnan samband við okkur og við svörum spurningum um þjónustu okkar og gerum tilboð skv ykkar þörfum.
Í vefgáttinni okkar má nálgast frekari upplýsingar um vörur okkar og þjónustu, þar á meðal verð. Hægt er að panta bæði vörur (skyndipróf) og þjónustu (rannsóknir á sýnum og/eða sýnatöku hjá okkur).